TÖKUM SAMTALIÐ
Mánudaginn 5. maí nk. verður haldinn fræðslufundur á vegum mennta- og barnamálaráðuneytisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga en þessi fundur er liður í aðgerðum stjórnvalda vegna ofbeldis gegn og meðal barna. Þetta er þriðji fundurinn sem haldinn er undir yfirheitinu #tökumsamtalið en á þessum fundi verður lögð áhersla á gagnleg verkfæri til að styðja við starfsfólk sem starfar með börnum og ungmennum innan skólakerfisins.
Fundarstjóri er Alfa Jóhannsdóttir, forvarnarfulltrúi hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Fundinum verður streymt milli klukkan 13:00 og 14:00 mánudaginn 5. maí.
Haldin verða þrjú 10–15 mínútna erindi:
· Landsteymi – Ráðgjafar- og stuðningsteymi um farsæld barna í skólum.
– Anna Lára Pálsdóttir, sérfræðingur í ráðgjöf og stuðningi hjá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu
· MEMM – samhæfing og samvinna í málefnum barna með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn
– Fríða Bjarney Jónsdóttir, verkefnaráðinn sérfræðingur hjá Mennta- og barnamálaráðuneyti
· Heillaspor - Tengsla- og áfallamiðuð nálgun til að styðja við þroska, nám og farsæld barna í inngildandi skóla- og frístundastarfi
– Bergdís Wilson, sviðsstjóri skólaþróunarsviðs hjá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu.
Á meðan á fundi stendur gefst áhorfendum tækifæri á að senda inn spurningar til fyrirlesara í gegnum slido.com og munu fyrirlesarar reyna að svara öllum helstu spurningum í lok fundar.
Öll erindin miða að því að gefa fagfólki í skólakerfinu og öðrum áhugasömum innsýn og verkfæri sem mótvægi við þau neikvæðu samfélagslegu áhrif sem steðja að í lífi barna og ungmenna.
TÖKUM SAMTALIÐ
Fimmtudaginn 20. febrúar nk. verður haldinn fræðslufundur á vegum mennta- og barnamálaráðuneytisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga um mikilvægi barnaverndar og tilkynningarskyldunnar í íþrótta- og frístundastarfi, mikilvægi inngildingar í íþrótta- og frístundastarfi og einnig verða kynnt verkfæri sem gott er að hafa við höndina þegar vaknar grunur um að barn hafi orðið fyrir ofbeldi í íþrótta- og tómstundastarfi. Lögð verður áhersla á ráð, lausnir og gagnleg verkfæri til að styðja við starfsfólk sem starfar með börnum og ungmennum innan íþrótta- og æskulýðshreyfingarinnar.
Fundarstjóri er Alfa Jóhannsdóttir, forvarnafulltrúi hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Fundinum verður streymt milli klukkan 13:00 og 14:00 fimmtudaginn 20. febrúar.
Haldin verða þrjú 10–15 mínútna erindi:
Barnavernd - hver á að tilkynna hvað?
– Bergdís Ýr Guðmundsdóttir, Félagsráðgjafi hjá Barna- og fjölskyldustofu.
Viðbragðsáætlun íþrótta- og æskulýðsstarfs
– Kristín Skjaldardóttir, Samskiptaráðgjafi íþrótta-og æskulýðsstarfs
Inngilding barna í íþrótta- og frístundastarf
– Guðrún Þórbjörg Sturlaugsdóttir, Verkefnastjóri farsæls frístundastarfs
Öll erindin miða að því að gefa starfsfólki innan æskulýðs- og íþróttahreyfingarinnar innsýn og verkfæri sem mótvægi við þau neikvæðu samfélagslegu áhrif sem steðja að í lífi barna og ungmenna